Nýr sáttmáli hestafólks og vegfarenda

Frétt af vef mbl.is:

Full­trú­ar hesta­fólks ann­ars veg­ar og full­trú­ar fjölda annarra veg­far­enda­hópa skrifuðu í dag und­ir sátt­mála sem hef­ur það mark­mið að auka til­lit­semi þar sem um­ferð hesta­fólks og hóp­anna skar­ast. Auk þess var kynnt fræðslu­mynd­band sem fer í dreif­ingu, en þar er vak­in at­hygli á hætt­um sem geta skap­ast kring­um hesta og aðra um­ferð.

Kem­ur þetta fram­tak meðal ann­ars í fram­haldi af mikl­um umræðum sem spruttu fram fyr­ir um tveim­ur vik­um eft­ir slys í Hafnar­f­irði og notk­un­ar hesta­fólks og annarra veg­far­enda á mis­mun­andi stíg­um í ná­grenni við höfuðborg­ar­svæðið. Frétt af mbl.is Féllu af hest­baki þegar hest­arn­ir fæld­ust

„Sam­talið á milli þess­ara aðila mik­il­vægt“

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, stýrði at­höfn í Fé­lags­heim­ili Fáks í Víðidal í dag. Í sam­tali við mbl.is eft­ir fund­inn sagði hann að um væri að ræða gríðarlega mik­il­vægt sam­tal milli ólíkra aðila. „Höf­um séð á síðustu árum, ekki síst á þess­um árs­tíma, að árekstr­um fjölg­ar, sér­stak­lega í þétt­býli. Sér­stak­lega vegna þess að all­ir eru að njóta úti­veru ein­hvern veg­inn. Sam­talið á milli þess­ara aðila mik­il­vægt.“ Sam­kvæmt töl­um sem kynnt­ar voru á fund­in­um voru skráð 160 hesta­slys hjá bráðamót­töku Land­spít­al­ans í fyrra.

Sig­urður seg­ir að mik­il­vægt sé fyr­ir al­menn­ing að átta sig á að hest­ur­inn sé lif­andi vera með eig­in ákv­arðanir og þótt hann sé tam­inn og van­inn við allskon­ar hluti þá bregðist hann við á sinn hátt. Frétt af mbl.is Útivistar­fólk komið með upp í kok af um­gangi hesta

„Þurf­um að bæta sam­skipt­in“

Guðni Hall­dórs­son, formaður Land­sam­bands hesta­manna­fé­laga, seg­ir að gríðarlega mik­il­vægt sé að taka þetta sam­tal milli ólíkra hópa. „Við þurf­um að bæta sam­skipt­in ef hægt er og auka skiln­ing á þörf­um hvers ann­ars,“ seg­ir hann um mis­mun­andi hópa veg­far­enda og bæt­ir við að þar hafi gætt skiln­ings­leys­is und­an­farið og komið til árekstra sem ekki hafi þurft.

Hann seg­ir að flest­ir árekstr­arn­ir hafi verið við hjól­reiðafólk und­an­farið, en það helg­ist af því að það sé fjöl­menn­asti hóp­ur­inn. Sátt­mál­inn og sam­talið skipti máli við alla hópa að sögn Guðna, hvort sem það sé fólk á kross­ur­um eða fjór­hjól­um,  hund­ar í lausa­göngu eða fólk að ganga með barna­vagna. „Ég held að árekstr­arn­ir séu ekki meiri við hjól­reiðafólk, bara fleiri þar sem það er fjöl­menn­asti hóp­ur­inn.“ Frétt af mbl.is „Um­ferð ríðandi á ekki heima á göngu­stíg­um“

Guðfinn­ur Hilm­ars­son, full­trúi Hjól­reiðasam­bands Íslands, seg­ir sátt­mál­ann mik­il­væg­an. „Stórt skref í átt að öll dýr­in í skóg­in­um verði vin­ir og að all­ir taki til­lit til allra, sér­stak­lega með hest­ana og að það sé góð til­lits­semi þegar við mæt­umst.“ Eins og fyrr seg­ir kom upp mik­il umræða vegna notk­un­ar hesta­fólks á sér­merkt­um göngu- og hjóla­stíg­um og vegna notk­un­ar hjóla­fólks á reiðstíg­um ný­lega. Spurður hvort sátt­mál­inn sé lausn við því seg­ir Guðfinn­ur þetta mik­il­vægt skref í rétta átt. Hins veg­ar þurfi margt fleira að gera. „Ég tel að það þurfi líka að bæta innviðina. Það eru marg­ir hættu­leg­ir staðir þar sem t.d. hjól­reiðamenn og hesta­fólk er að mæt­ast. Það þarf að fara í upp­bygg­ingu til að minnka hætt­una á slys­um.“

Lands­sam­tök hjól­reiðamanna ekki með

At­hygli vek­ur að Lands­sam­tök hjól­reiðamanna (LHM) var ekki með við und­ir­skrift­ina í dag, en í kynn­ing­ar­efni sem hafði verið sent út kom nafn þeirra fram. Guðni seg­ir að sam­tök­in hafi komið að sam­tal­inu all­an tím­ann og að formaður­inn hafi samþykkt sátt­mál­ann. Svo hafi eitt­hvað breyst. „Ég held að það sé mis­skiln­ings sem gæt­ir þarna sem þarf að leysa,“ seg­ir Guðni. „Þarna er um að ræða ein­hverja stíga út á landi sem eru skil­greind­ir hesta­stíg­ar sem hjól­reiðamenn hafa fengið að nota. Hef­ur aldrei staðið til að breyta því og þessi sátt­máli er sátt­máli um sátt og gagn­kvæma virðingu. Þetta er ekki samn­ing­ur eða sam­komu­lag í lög­form­leg­um skiln­ingi. Þarna er bara sam­tal sem þarf að klára.“

Spurður út í fjar­veru LHM seg­ir Sig­urður Ingi að hann telji það ekki skipta miklu máli. „Nei ég held ekki. Mér finnst hér vera full­trú­ar helstu, mjög margra úti­vist­ar­sam­taka sem máli skipta.“

Merk­ing stíga „dá­lítið ábóta­vant“

Málið snýst um hvernig einn liður í sátt­mál­an­um er orðaður, en þar seg­ir um gang­andi, hlaup­andi, hjólandi, skíðandi og ak­andi veg­far­anda að hann: „fer ekki vilj­andi inn á skipu­lagða reiðstíga og gæt­ir fyllstu varúðar á sam­eig­in­leg­um stíg­um og veg­um.“ Deilt er um hvað séu skipu­lagðir reiðstíg­ar og er sýn hópa þar mis­mun­andi.

Guðfinn­ur seg­ir spurður út í þetta að málið snú­ist um hvernig merk­ing­ar séu og hvernig stíg­ar séu skil­greind­ir. Hann tel­ur það þó ekki hluta af þess­um sátt­mála. „Það er önn­ur umræða hvaða stíg­ur er rétti­lega merkt­ur sem reiðstíg­ur.“ Spurður hvort hann telji stíga al­mennt rétt merkta í dag seg­ir hann „Ég held að það sé dá­lítið ábóta­vant þar, því miður.“

Fé­lög­in, sam­tök­in og stofn­an­irn­ar sem skrifuðu und­ir sátt­mál­ann eru eft­ir­far­andi:

  • Lands­sam­band hesta­manna­fé­laga 
  • Hjól­reiðasam­band Íslands 
  • FÍB – Fé­lag ís­lenskra bif­reiðaeig­enda 
  • Öku­kenn­ara­fé­lag Íslands  
  • Snigl­arn­ir  
  • Slóðavin­ir  
  • Fé­lag ábyrgra hunda­eig­enda   
  • Skíðasam­band Íslands  
  • Skíðagöngu­fé­lagið Ull­ur  
  • Frjálsíþrótta­sam­band Íslands
  • Vega­gerðin   
  • Sam­göngu­stofa

Leave a Comment