FJALLSKILASEÐILL FYRIR AFRÉTT SELTJARNARNESHREPPS HINS FORNA HAUSTIÐ 2021 

Stjórnir Fjáreigendafélags Reykjavíkur og Sauðfjáreigendafélags Kópavogs gjöra kunnugt með tilvísun í lög um afréttamálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986, með síðari breytingum, og fjallskilasamþykkt fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr. 775/2020 

LEITIR OG RÉTTIR 

Fyrri leit skal vera laugardaginn 18. september og fyrri Fjárborgarrétt kl. 18:00 þann dag. Aðkomufé verður flutt til Húsmúlaréttar síðdegis. 

Leitarmenn skulu mæta við Baðhúsið í Fjárborg, sem flestir með hesta, kl. 8:00 stundvíslega að morgni 18. september og klæðast fötum í skærum litum við smölun. Eftirtalin skulu leggja til menn í fyrri leit: 

Fyrir Fjáreigendafélag Reykjavíkur 
Svandís B. Kjartansdóttir, Fjárborg , 1 RF1 maður
Gísli Einarsson, Fjárborg, 1 RF1 maður
Guðmundur V. Einarsson, Fjárborg, 1 RF1 maður
Anna Guðmunds, Fjárborg, 5 RF1 maður
Guðbjörn Ingason, Fjárborg, 6 RF1 maður
Einar Ingason, Fjárborg, 6 RF1 maður
Bjarni Hálfdán Jónsson, Fjárborg, 6 RF1 maður
Lena Gústafsdóttir, Fjárborg, 9 RF1 maður
Páll Sigurðsson, Fjárborg, 15 RF1 maður
Elías Már Hallgrímsson, Fjárborg, 15 RF1 maður
Ásgrímur Jörundsson, Fjárborg, 19 RF1 maður
Jónas Guðmundsson, Fjárborg, 35 RF2 menn
Guðmundur Ævar Guðmundsson, Fjárborg, 40 RF1 maður
Ólafur R. Dýrmundsson, Jóruseli 12, 2 RVK1 maður og er fjallkóngur
Fyrir Sauðfjáreigendafélag Kópavogs 
Magnús Pétur Hjaltested, Vatnsenda, 4 K55 menn
Hilmar Hróarsson, Reykási 25 (Vatnsenda), 4 K51 maður
Sigurbjörn Þorbergsson, Dalaþingi 8 (Vatnsenda), 4K51 maður
Bragi Sigurjónsson, Geirlandi, 2 K51 maður

Seinni leit skal vera laugardaginn 2. október og seinni Fjárborgarrétt kl. 16:00 þann dag. Smalað er til Húsmúlaréttar. Það fé sem ekki er hirt þar verður flutt til Fjárborgarréttar. 

Leitarmenn skulu mæta við Baðhúsið í Fjárborg kl. 8:30 stundvíslega að morgni 2. október og klæðast fötum í skærum litum við smölun. Eftirtalin skulu leggja til menn í seinni leit: 

Fyrir Fjáreigendafélag Reykjavíkur 
Anna Guðmunds, Fjárborg, 5 RF1 maður
Guðbjörn Ingason, Fjárborg, 6 RF1 maður
Einar Ingason, Fjárborg, 6 RF1 maður
Jóhanna Eldborg Hilmarsdóttir o.fl., Fjárborg, 7 RF1 maður
Lena Gústafsdóttir, Fjárborg, 9 RF1 maður
Árni Ingason o.fl., Fjárborg, 13 RF1 maður
Páll Sigurðsson, Fjárborg, 15 RF1 maður
Elías Már Hallgrímsson, Fjárborg, 15 RF1 maður
Jónas Guðmundsson, Fjárborg, 35 RF1 maður
Þorgeir Jónsson, Fjárborg, 36 RF1 maður
Brynjólfur H. Ásþórsson, Fjárborg, 42 RF1 maður
Ólafur R. Dýrmundsson, Jóruseli 12, 2 RVK1 maður og er fjallkóngur
Fyrir Sauðfjáreigendafélag Kópavogs 
Magnús Pétur Hjaltested, Vatnsenda, 4 K54 menn
Hilmar Hróarsson, Reykási 25 ( Vatnsenda), 4 K51 maður
Sigurbjörn Þorbergsson, Dalaþingi 8 ( Vatnsenda), 4 K51 maður
Bragi Sigurjónsson, Geirlandi, 2 K51 maður

ÚTRÉTTIR 

 Húsmúlarétt, fyrri, laugardaginn 18. september kl. 14:  Anna Guðmunds, 5 RF, Brynjólfur H. Ásþórsson, 42 RF og Ólafur R. Dýrmundsson, 2 RVK.   

 Húsmúlarétt, seinni, laugardaginn 2. október kl. 14: Jónas Guðmundsson, 35 RF og Páll Sigurðsson, 15 RF. 

 Heiðarbæjarrétt, fyrri, laugardaginn 18. september kl. 15: Jóhanna Eldborg Hilmarsdóttir o.fl. , 7 RF. 

 Hraðastaðarétt, fyrri, laugardaginn 18. september kl. 16: Svandís B. Kjartansdóttir, 1 RF. 

 Ölfusrétt, fyrri, sunnudaginn 19. september kl. 15: Jónas Guðmundsson, 35 RF og Ólafur R. Dýrmundsson, 2RVK. 

 Ölfusrétt, seinni, sunnudaginn 3. október kl. 15: Ólafur R. Dýrmundsson, 2RVK 

 Grafningsrétt, fyrri, mánudaginn 20. september kl. 10: Brynjólfur H. Ásþórsson, 42 FR og Ólafur R. Dýrmundsson, 2RVK. 

Grafningsrétt, seinni, mánudaginn 4. október kl. 10: Ólafur R. Dýrmundsson,  

2RVK. 

Fé úr öllum útréttum skal flutt í Fjárborgarrétt. 

ÝMIS STÖRF 

Fjallkóngur í báðum leitum: Ólafur R. Dýrmundsson, sími 841-1346, netfang oldyrm@gmail.com      Hann heldur skrá yfir alla sem eiga að leggja til menn í leitir og útréttir. Þeir sem ekki eiga þess kost að sinna fjallskilum sínum sjálfir og geta ekki fengið mann fyrir sig, svo og þeir sem útvega staðgengil, skulu hafa samband við fjallkóng og tilkynna leitarmanninn sem fyrst og eigi síðar en 11. september. Sjálfboðaliðar eru velkomnir og skulu þeir einnig hafa samband við fjallkóng fyrir leitir og fylgja fyrirmælum hans eins og aðrir leitarmenn.  

Umsjónarmenn með sundurdrætti afréttarsafns eftir fyrri leit : Ásgrímur Jörundsson, sími 615-3896 og Hilmar Hróarsson, sími 867-4961. Leitarmenn skulu reka inn, sinna sundurdrætti og aðstoða við rekstur upp á flutningatæki samkvæmt fyrirmælum umsjónarmanna. Skilamenn úr Ölfusi flytja til Húsmúlaréttar allt annað fé en úr Fjárborg (RF-rauð merki) og frá Vatnsenda ( 4 K5-grá merki).  

Réttarstjóri í Fjárborgarrétt: Ásgrímur Jörundsson, sími 615-3896. Hann fylgist með því að féð sé í öruggri vörslu, bæði í safngirðingu og rétt, stjórnar innrekstri í almenning og sundurdrætti þar, og gætir þess að allt fé sé flutt úr réttinni að loknum drætti hverju sinni. 

Marklýsingamenn: Brynjólfur H. Ásþórsson, sími 848-0454 og Ólafur R. Dýrmundsson, sími 841-1346. Til þeirra skal leita vegna álitamála sem upp kunna að koma vegna eyrnamarka, annarra merkinga og ráðstöfunar ómerkinga. 

Umsjónarmenn með flutningi gangnahesta: Sveinbjörn Guðjohnsen, sími 897-2256 ( fyrir Fjáreigendafélag Reykjavíkur) og Hilmar Hróarsson, sími 867-4961     ( fyrir Sauðfjáreigendafélag Kópavogs). Kostnaður við hestaflutninga  greiðist úr fjallskilasjóði. 

ÝMSAR UPPLÝSINGAR 

  1. Dagsverkið er metið á kr. 15.000. Óunnin dagsverk skulu greidd með peningum en sé um gangnarof að ræða er heimilt að innheimta í fjallskilasjóð allt að einu og hálfu dagsverki eða kr. 22.500. Nú teljast 5 vetrarfóðraðar kindur í dagsverkinu að hámarki, 1 að lágmarki. Innifalið í dagsverkum skilamanna í útréttum eru kerrur og önnur flutningatæki, nema úr fyrri Húsmúlarétt, þar sem flutningur fjár greiðist úr fjallskilasjóði. 
  1. Samkvæmt sérstökum samþykktum á aðalfundum beggja félaganna verða skipulagðar eftirleitir sem fyrst eftir seinni leit, eftir þörfum. 
  1. Komi sérstök fyrirmæli frá yfirvöldum um sóttvarnaraðgerðir vegna Covid-19 munu félögin taka saman skrá með nöfnum og símanúmerum allra sem sinna leita- og réttastörfum á vegum félaganna, eins og gert var haustið 2020. Ráðgjafi um sóttvarnir verður Árni Ingason, sími 899-2132. 

Fjallskilaseðill þessi var unninn og sendur út f.h. stjórnar Fjáreigendafélags Reykjavíkur, í umboði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar, og f.h. stjórnar Sauðfjáreigendafélags Kópavogs, í umboði Kópavogsbæjar, 23. ágúst 2021. 

Ólafur R. Dýrmundsson, fjallkóngur 

(sign.) 


Réttir í Landnámi Ingólfs Arnarsonar haustið 2021 

Brúsastaðarétt í Þingvallasveitsunnudaginn 19. september kl. 17
Fjárborgarrétt í Hólmsheiðilaugardaginn 18. september kl. 18
Grafningsrétt í Grafningimánudaginn 20. september kl. 10
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveitlaugardaginn 18. september kl. 15
Hraðastaðarétt í Mosfellsdallaugardaginn 18. september kl. 16
Húsmúlarétt við Kolviðarhóllaugardaginn 18. september kl. 14
Kjósarrétt í Kjóssunnudaginn 19. september kl. 15
Krýsuvíkurrétt v. Suðurstrandarveglaugardaginn 25. september kl. 13
Selvogsrétt í Selvogisunnudaginn 26. september kl. 9
Þórkötlustaðarétt í Grindavíklaugardaginn 25. september kl. 14
Ölfusrétt í Reykjadalsunnudaginn 19. september kl. 15

Samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr. 775/2020 eru seinni leitir tveim vikum síðar. Hafa skal í huga að tímasetningar leita og rétta geta breyst, einkum vegna veðurs.