Fyrri leitir og réttir gengu vel 2021


Þótt tíðarfar hafi verið risjótt undanfarið og óvenju rigningasamt getum við glaðst yfir góðum fjárskilum eftir fyrri leitir og réttir.

Við, fjáreigendur í Reykjavík, höfum staðið vel saman um um smölun og réttahald í samræmi við fjallskilaseðilinn svo sem afréttalög og fjallskilasamþykkt mæla fyrir. Heimtur eru góðar þegar á heildina er litið, fáeinir hafa alheimt og dilkar hafa reynst með vænna móti.

Allir fjáreigendur tóku virkan þátt í fyrri leitum og réttum, framlag sjálfboðaliða var vel þegið og veitingar Fjáreigendafélags Reykjvíkur voru frábærar. Innilegar þakkir til ykkar allra. Samvinna við Vegagerðina og Lögregluna vegna lokunar Suðurlandsvegar um hádegi 18. september, þegar afréttarsafnið var rekið yfir, var einnig lofsverð.

Allt gekk upp þótt veður versnaði mikið um og upp úr hádeginu. Engar kindur voru skildar eftir og verður ekki betur séð en óvenju vel hafi smalast. Sömuleiðis gekk réttahaldið vel miðað við aðstæður.

Leave a Comment