Aðalfundur Fjáreigendafélagsins 2019, 2020 og  2021 

Aðalfundur haldin 12 maí 2021. Formaður setur fundinn kl. 20.00 og bauð alla velkomna og leggur til að Magnús Sigurðsson verði fundastjóri. Magnús setur síðan fundinn sem telst lögmætur 52 mættir.  

Formaður flutti skýrslu stjórnar: 

Formaður minntist látina félaga og fundargestir risu úr sæti. 

Hann kom inn á að ekki hefði verið haldinn fundur þar sem fyrverandi gjaldkeri hefði ekki unnið þá vinnu sem þurfti til að klára aðalfund. Ekkert er þó talið óeðlilegt við þá reikninga þegar þeir voru yfirfarnir heldur hafði mest lítið verið gert í að innheimta félagsgjöld og þess háttar. Þar að auki bættirst svo við Covid sem gerði fundi sem þennan nánast ómögulega í langan tíma. 

Haldið var gott afmæli nokkru síðar en áætlað hafði verið og allt gekk sem best að lokum. Keypur var matur frá Magnúsi gæðakokk og Ari Eldjárn fór með gamanmál og góð hljómsveit kom svo á eftir og spilaði fyrir gesti.  

Formaður kom inn á fund sem hann átti með fulltrúum Reykjavíkurborgar þar var Magnús Ingi lögmaður borgarinnar m.a og eins fundur með Óla Jóni Hertervig um uppsögn Fjárborgar samningsinn sem aldrei barst félaginu. Áformað er að gerður verði samningur við hvern og einn húseigenda með haustinu. Sanmningurinn verður væntanlega til 50 ára. 

Kom inn á girðingarmál og ræddi um samkomulag við SSH um lagfæringu á girðingum, það þyrfti að setja upp netgirðingu í stað rafmagnsgirðingu. 

Ræddi um Sauðafell og nauðsyn þess að koma á aðalfundi til að kjósa nýja stjórn til að hægt væri  að greiða út það fé sem FR á þar inni. Árni bendir á að Sauðafell væri í eigu fjáreigendafélagsins. 

Reikningur félagsins 

Erla Guðmundsdóttir settur gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins 2018. 2019 og 2020.  

Reikningarnir bornir til atkvæðagreiðslu 3. ár og voru samþykktir samhljóma með handauppréttingu og lófaklappi. 

Kosning stjórnar:  

Þar sem ekki hafa verið haldir fundir síðan 2018 verð kosið um alla stöður í stjórninni. 

Til eins árs er kosið um formann, gjaldkera og meðstjórnanda. 

Til tveggja ára er kosið um varaforman og ritara 

Tveir voru í framboði fyrir formann þeir Sveinbjörn Guðjohnsen og Ólafur Dýrmundsson og var  Sveinbjörn  Guðjohnsen kjörinn formaður með 40 atkvæðum gegn 12.  

Gjalkera var kjörin með lófaklappi og handauppréttingu og  ekkert mótframboð. 

Erla Guðmundsdóttir en hún hefur verið gjaldkeri eftir að forveri hennar sagði því lausu fyrir um hálfu ári. 

Meðstjórnandi var kjörin með lófaklappi og handauppréttingu og  ekkert mótframboð. 

Kolbrún Birgisdóttir meðstjórnandi 

Ritari var kjörin með lófaklappi og handauppréttingu og ekkert mótframboð. 

Finnur Kristinsson ritari 

Varaformaður var kjörin með lófaklappi og handauppréttingu og ekkert mótframboð. 

Ásgrímur G. Jörundsson varaformaður 

Kosning varamanna:

Varamenn sem buðu sig fram voru Páll Guðmundsson, Salka Jóhannsdóttir, og Hallgerður Hauksdóttir og voru þau kjörin í þeirri röð sem talin er upp hér að ofan 

Boðið var upp á kaffi og brauð á fundinum 

Nýir félagar:

Guðbjörn Sölvi Einarsson, Elías Már Hallgrímsson, Brynjólfur H. Áasþórsson, Þorgeir Jónsson, Kristófer Freyr Guðmundsson, Jóhanna Sandra Pálsdóttir, Eyþór Steinarsson 

Rósa María Waagfjörð, Páll Bjarki Pálsson, Snjólaug Benjamínsdóttir, Þórunn Eggertsdóttir 

Halldór Svansson, Friðfinnur Hilmarsson, Anna Valdimarsdóttir og þeir samþykktir með lófaklappi. 

Skoðunarmenn: 

Skoðunarmenn eru þeir sömu. Albert Pálmason og Lárus Viggósson, Árni Andersen til vara. 

Félagsgjöld:

Félagsgjöld hækkar um í 6.500 kr og fjallskilagjaldi óbreitt og var það samþykkt bent var á að lóðargjald verði óbreytt fram í september 2021. 

Skemmtinefnd:

Olena Gústavsdóttir  og Rósa María Waagfjörð er kosnar í skemmtinefnd og er það samþykkt með lófaklappi. 

Önnur mál: 

Umræða spratt um stöðu fjárbænda í félaginu og höfðu sumir áhyggjur af því að verið væri að draga úr vægi fjárbúskapar. Aðrir töldu þetta úr lausu lofti gripið og að menn þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að hestamenn vildu fé burt þvert á móti. Árni fráfarandi formaður sagði að í Fjárborg væru um 150 veturfóðraðar ær og væri það alls ekki svo slæmt enda sífelt nýjir aðilar að koma inn með kindur. 

Fulltrúi í B10 nefnir drasl og að bæta þyrfi verulega úr gömul saga og ný. 

Ný kjörinn formaður tók til máls og þakkaði traustið og vonar eftir góðri samvinnu og áréttaði að það stæði ekki til að draga úr vægi fjárbúskapar og var með því að svara þeim áhyggjum sem áður höfðu komið fram á fundinum. 

Að lokum óskaði nýkjörinn formaður eftir að Árni fráfarandi formaður yrði fenginn sem sérstakur ráðgjafi í öllu sem snýr að fjárbúskap í Fjárborg enda með góða þekkingu á þeim málaflokk og var honum þökkuð störfin með lófaklappi. 

Að lokum sleit Árni fundinum kl. 22.30 og þakkaði fyrir góða mætingu.